Þráinn ekki í BH?

Ég verð nú að viðurkenna að það kom mér spánskt fyrir sjónir þegar ég heyrði fréttir eftir landsfund að Þránni kæmi ekki við það sem þar færi fram.
Ég taldi alltaf að hann hefði sagt sig úr þinghóp BH vegna aðkomu annarra þingmanna en ekki BH. Kannski missti ég af einhverju þar en ég held að Þráinn sé ennþá skráður í BH og er þar af leiðandi ennþá okkar þingmaður ólíkt öðrum þingmönnum sem kosnir voru á þing fyrir BH og hafa nú yfirgefið BH og væntanlega sagt sig úr BH.

Þráinn er vissulega umdeildur en það eru líka margir sem eru mjög ánægðir með hann og hann er sá eini af þingmönnum BH sem ennþá hefur staðið við stefnuskrá BH við atkvæðagreiðslu mála. Geri aðrir betur!


mbl.is Vilja Þráin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þráinn er ennþá meðlimur Borgarahreyfingarinnar. Hann sagði sig bara úr þingflokknum

Heiða B. Heiðars, 18.9.2009 kl. 19:04

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það kom fram í viðtali við Þráinn í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, daginn eftir landsfund, þar sem að hann var spurður út í landsfund Borgarahreyfingarinnar.

Þar svaraði hann á þá leið, að honum kæmi þessi fundur ekkert við. Hann heffði sagt sig frá Borgarahreyfingunni og starfaði sem óháður þingmaður.

Það er í fyrsta skipti sem að ég hef séð hann taka af allan vafa þar um.

Ég tel líka rétt að taka fram vegna frétta dagsins af nýrri hreyfingu um lýðræðisbaráttuna, að ég hef ekki sagt mig úr Borgarahreyfingunni. Ég tel að við eigum að geta starfað saman að meginmarkmiðum, þrátt fyrir að fólk innan beggja hópa, eigi ekki skap saman.

Baldvin Jónsson, 18.9.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Það er gott að heyra þína afstöðu Baldvin. Ég met það mikils að þú haldir áfram að vinna með okkur og með okkur meina ég fólkinu í BH. Ég get vel hugsað mér að vinna með öðrum hreyfingum svo fremi sem fólkið fær að hafa síðasta orðið. Flokksræði, nei takk.

Það sem ég hef séð í störfum nýrrar stjórnar BH er bara gott og ég tel mig vera með fólkinu í liði en ekki öðrum hópi eða hópum.

 Ég vil hins vegar starfa ötullega með BH vegna þess að ég hef þegar skipt mér að málum þar og tel að við séum að hlusta á fólkið meir en nokkur önnur hreyfing, hversu opnari getur opin hreyfing verið?

Þorvaldur Geirsson, 18.9.2009 kl. 20:50

4 identicon

Hvað vill fólkið í landnu? Er ekki kominn til að spyrja það?

Axel (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:08

5 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Axel, í raun hefur fólkið í landinu verið spurt.  Eða öllu heldur hluti þess í skoðanakönnunum.  Í þeirri nýjustu kemur fram að þessir þingmenn eru rúin trausti og hafa nær ekkert fylgi. 

Dálítið spaugilegt þegar þau tala svo um skyldur sínar við kjósendur.  Kjósendur sem fyrir löngu eru búnir að missa allt traust á þeim og vilja sem minnst af þeim vita.

Jón Kristófer Arnarson, 19.9.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband