Hreyfing eða Flokksmaskína

Þetta vekur auðvitað upp spurningar.
Hvernig verður stjórnin í þessari "Hreyfingu" skipuð? Verður hún skipuð þingmönnunum sem ætla sér þá að miðstýra þessu apparati sem sagt flokksmaskína?

eða

Verður stjórnin skipuð almennum félagsmönnum sem gætu þá þess vegna farið sömu leið með "Hreyfinguna" eins og BH gerði á síðasta landsfundi þar sem fólkið hafði síðasta orðið.

Til hvers er þá farið af stað með svona pælingar. Eru þingmenn að vinna fyrir fólkið í landinu eða er gamla valdabröltið komið með vængi?

Ég styð alla í því að vinna fyrir fólkið í landinu en ég hafna flokksmaskínu vinnubrögðum. Fólkið á að fá að hafa síðasta orðið. Vonandi verður það þannig með "Hreyfinguna" en einnig alla þá sem starfa á þingi þótt ég óttist að valdastólavírusinn sé skæður og hafi undir flesta þá sem stíga fæti inn fyrir dyr Alþingis.


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

þetta eru bara einræðistilburðir hjá þessum þingmönnum.Þeir ættu að segja af ser og varamenn kæmu inn.'Ólyðræðisleg vinnubrögð.Þvílikt bull.

Árni Björn Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þorvaldur, skipulag stjórnar má sjá í tillögum B - þessum sem BH hafnaði á Landsfundi. Þar er enginn valdastrúktúr.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.9.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Svo má vera að þetta verði bara óskipulögð hreyfing án stjórnar eða félagaskrár (les. málfundarhópur).

Héðinn Björnsson, 18.9.2009 kl. 16:35

4 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Lísa, tillögur B snérust í stórum dráttum um að ráða framkvæmdastjóra sem átti að hafa nánast alvald umfram stjórn öfugt við tillögu A þar sem framkvæmdastjóri átti að sjá um daglegan rekstur og stjórn myndi hafa stjórnina í sínum höndum og tillögu B var ekki hafnað, það voru 2 tillögur í boði fyrir landsfund til að vinna með og tillaga A var valin vegna þess að sú tillaga var unnin í hópavinnu sem var opin öllum og þess vegna þróaðist hún til betri vegar fyrir fólkið í hreyfingunni og var þess vegna valin til að vinna með.
Engu að síður komu fram 37 breytingartillögur sem margar voru samþykktar til bóta fyrir lögin að mínu mati en það er furðulegt að þingmenn skuli ekki finna sér stað í hreyfingu með fólkinu heldur ætli að velja sér samstarfsfólk undir sinni stjórn.

Einræðistilburðir?
Svari hver fyrir sig.

Héðinn, BH reyndi einmitt opið form og það varð til þess að við sáum í hælana á þingmönnunum sem höfðu ekkert meira við fólkið í hreyfingunni að tala, í stað þess að mæta fólkinu á félagsfundum og vinna saman burtséð með ágreining við stöku mann í hreyfinguni.
Í síðustu stjórn BH voru Þór og Margét Tryggva sem að mínu mati voru kosin þar inn til að þau hefðu beinan aðgang að stjórn og til að sátt um starf hreyfingarinnar myndi nást en það breytti engu.
En þetta er auðvitað öllum hinum ösnunum að kenna eða hvað? BH, fólkið var aldrei í neinu skítkasti við þingmenn en af hverju gátu þeir ekki talað við sitt fólk þátt fyrir deilur við aðra, ég bara spyr.
Kanski var þessi atburðarás að nokkru hönnuð, alla vega fannst mér aðeins skrýtið hversu illa tillaga B var úr garði gerð, orðalag og öll hugsun.
Svo er ennþá á huldu hvernig þessar undarlegu bréfaskriftir hjá Margréti urðu til og eftir plottið með atkvæðagreiðslu um ESB þar sem þingmennirnir greiddu atkvæði gegn vilja og stefnuskrá BH þá veltir maður hreynlega fyrir sér hvort hér sé úlfur eða úfar í sauðagæru.

Þorvaldur Geirsson, 18.9.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vegna þess hvernig hún var unnin! Það voru líka einu rökræðurnar um tillögurnar á fundinum. Ekki hvað þær innihéldu. Annars var ég að svara spurningu þinni um stjórn Hreyfingarinnar. Í henni sitja, 1 þingmaður og 4 almennir borgarar. Án valda.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.9.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Og aðeins meira fyrir þig Lísa.
Það er ekkert til sem heitir engin valdastrúktúr. Anarkistarnir hafa reynt þetta lengi og samt hafa þeir göggunarröð?

Svo er það gamalt trix í bókini að sá sem stjórnar hann ákveðjur að eingin annar fái að stjórna, svona eins og öll dýrin í skóginum eru jöfn en sum eru jafnari en önnur.

Ég vil samt taka það fram að ég vona að allir þingmenn finni hjá sér hvata til að vinna fyrir fólkið í landinu hvernig sem þeir fara að því en það er allavega alveg ljóst að Þór, Birgitta og Margrét ætla ekki að vinna með BH.

Þorvaldur Geirsson, 18.9.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er fullviss um það að þau halda áfram að vinna af krafti fyrir fólkið í landinu. Ég hef mikla trú á þeim hvað sem aðrir segja og hef alltaf haft. Það væri vissulega frábært ef allir þingmenn finndu hvata hjá sér að fylgja sannfæringu sinni til handa fólksins í landinu.

Bestu kveðjur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.9.2009 kl. 18:15

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Strákar, þið komið bara á fundi og takið þátt í uppbyggingu Hreyfingarinnar á þann hátt sem þið viljið, með okkur hinum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 18:25

9 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Mér yfirsést að það séu bara strákar sem þetta mál snýst um.

Inga er fyrrverandi og núverandi stjórnarmeðlimur og lagði til og skipulagði félagsfundi BH svo fátt eitt sé nefnt sem hún hefur lagt til.

Björg Sig var og er gjaldkeri ásamt því að vera fyrrverandi stjórnarmeðlimur ásamt öðru.

Lilja er núverandi og fyrrverandi stjórnarmeðlimur ásamt öðru.

Heiða er nú- og fyrrverandi stjórnarmeðlimur ásamt öðru.

Ótalin er fjöldi kvenna sem hafa lagt nótt við nýtan dag til að gera BH að veruleika.

Strákar hvað Högni?

Þorvaldur Geirsson, 18.9.2009 kl. 21:11

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég var að ávarpa þig Þorvaldur, Héðinn og Árna Björn og stinga upp á að þið komið á fundi og takið þátt, því að þið hafið skoðannir á Hreyfingunni.

Ég var nú ekki að reyna að vera dýpri en það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 22:04

11 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Þá biðst ég velvirðingar á þessu commenti Högni, setti greinilega víðari skilning í þetta.

Þorvaldur Geirsson, 19.9.2009 kl. 11:16

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ekkert mál Þorvaldur, ég tala aldrei undir rós fer bara einföldustu leiðina, lífið er nógu flókið til að ég sé ekki að bæta í það, þess vegna fór ég að mæta á fundi og sjá og heyra með mínum eigins hvað gekk á þarna og sá og heyrði, niðurstaðan var sú að ég stend algerlega með þinghópnum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband