Leynimakk Íslensks veruleika

Það er auðvitað dapurlegt hvernig þetta mál allt saman hefur þróast og hvernig stór hluti þingmanna lét kúga sig til að samþykkja svona ósóma.

Þetta mál hefur auðvitað allt verið hulið leynimakki allt frá upphafi og ráðamenn þjóðarinnar virðast vera með þumalskrúfu á öllum puttum og tánum líka án þess þó að geta gefið þjóðinni upplýsingar um það hvað liggur að baki, saman ber 180 gráðu viðsnúning Steingríms J.

Og eina ferðina enn snýst hann í kring um sjálfan sig með því að vera mjög sáttur við fyrirvarana en það er ekki langt síðan að hann sór og sárt við lagði að það væri engin önnur leið út úr þessu en að samþykkja þetta óséð, maðurinn sem vildi ekki sjá AGS.

Á hvaða vegferð ert þú núna Steingrímur þegar þú hefur gersamlega gleymt því sem þú stóðst fyrir, því sem fólkið kaus þig út á? Með samfylkinguna gerspilta þá er spurningin uppi um það hvort þú sem höfuð VG ert búin að tapa sýn á raunveruleika fólksinns líka, sem þú hefur státað af að vera svo vel tengdur við? Ertu búin að finna leiðina að leynimakki íslensks veruleika og orðin drukkinn af, eins og virðist vera akkilesarhæll flestra ætla sér að vinna fyrir fólkið í landinu?

Óhugnanlegt hvernig lundin manna er veik fyrir leynimakki. Kannski finnst fólki það vera orðið Guði líkt og yfir aðra hafið þegar það getur vélað um hagi annarra?

Það er alveg ljóst að það verður að breyta forminu á stjórn landsins til að þessir hlutir verði í betra horfi hvernig sem við förum að því.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband