Mergurinn málsins

Nú loksins virðast alþingismenn vera farnir að átta sig á alvarleika málsins og eru komnir í þann gír að geta hugsað sér að vinna fyrir þjóðina með því að krefjast þess að fá að sjá samningana. Það er vissulega betra en við var að búast og komin tími til að mönnum vaxi bein í nefi.

Víst er þetta samkomulag búið að vera leynd hulið Indriði H. Þorláksson og líka eignasafnið sem menn þurftu að selja sálu sína fyrir að fá að sjá. Það hafa verið stanslausar fréttir um að aðeins örfáir menn í landinu hafi fengið hann augum litið og eignasöfnin eru hulin svo mikilli leynd að ekki einu sinni samningamennirnir fengu að sjá þau. Um hvað voru þeir þá að semja, ég bara spyr. Minnir mig á orð biblíunnar um að þeir sem ekki hafi merki dýrsins á enni(hugarfar)  eða hægri hendi(gerðir) muni verða deyddir(fjárhagslega?) líklega bábiljur eða hvað? Við skulum hafa það alveg á hreinu að þessar stórþjóðir sem við erum að eiga við svo og Evrópu sambandið eru engin lömb að leika sér við.

Það verður að gera fulla kröfu til alþingismanna og ríkistjórnar að standa í fæturna í þessu mál og landsmenn góðir, við hin Íslenska þjóð verðum að sjá til þess að ríkisstjórnin geri það. HÉR MÁ EKKERT GEFA EFTIR.

Þingmenn, það er á ykkar samvisku að blóðga íslenska þjóð illa og hugsanlega til langrar framtíðar ef þið farið óvarlega í þessu máli. Hvernig samning mynduð þið gera fyrir ykkar eigin heimili? Samningar fyrir íslenska þjóð mega ekki vera verri! Ef það er einhver heiður eftir hjá ykkur þá gefið þið allt til að gera ekki landi og þjóð svívirðu í þessu máli.


mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Sennilega væri það ekki minni svívirða fyrir okkur að borga ekki neinum neitt. Höfum það í huga að ef við værum í sporum Hollendinga og Breta, myndum við krefjast þess að fá hverja einustu krónu til baka, og fara með málið fyrir alla mögulega dómstóla ef ekki yrði farið að kröfum okkar. Algjörlega án efa.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 18.6.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband