Sturlaðir stjórnmálamenn

Eru menn gersamlega gengnir af göflunum?

Hvað halda alþingismenn að þeir séu að gera fyrir land og þjóð? Þeir trúa því greinilega sjálfir að þetta sé bara fínt mál fyrir þjóðina að greiða þessar léttgreiðslur á komandi árum.

Það þarf að koma þessum brjálæðingum út úr stjórnarráðinu. Samkvæmt mínum heimildum átti að skrifa undir þetta í kyrrþey í gær og til hvers, til þess að kaupa aðild og jafnvel flýtimeðferð að ES.

HVAÐ EF ÞJÓÐIN SAMÞYKKIR EKKI ES?

Ef það verður skrifað undir þessa samninga þá verður það gert með blóði þessarar þjóðar sem er ekkert annað en landráð.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.

Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Á þessu 7 ára tímabili þarf að borga 100 milljónir á dag í vexti!

Haraldur Hansson, 5.6.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband