Getuleysi Ríksistjórnar

Skilaboðin frá Seðlabankanum eru skýr.

Það er ekki tilefni til að gera betur vegna þess að ríkisstjórnin er ekkert farin að gera af viti og af hverju er það? Ríkistjórnin er veruleika firrt, þau hreinlega átta sig ekkert á því vandamáli sem við búum við og er í uppsiglingu á komandi mánuðum við núverandi aðgerðaleysi.

Stjórnmálamenn eru semsagt enn við sama heygarðshornið, tala og mala, búa til nefndir til að geta talað og malað meira en sitja svo með hendur í skauti og dreymir dagdrauma til að stytta daginn og vona að þetta líði bara hjá eins og alltaf áður.

Þetta er eins rétt hjá Seðlabankanum eins og þeim erlendu sérfræðingum sem gagnrýndu bankakerfið fyrir hrun. Enn og aftur er ríkisstjórnin getulaus.

Það er löngu komin tími til að koma mótmælunum á austurvelli aftur af stað. Við þurfum byltingu.


mbl.is Slaknað á peningalegu aðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Þorvaldur, hjartanlega sammála þér "...stjórnmálamenn eru semsagt enn við sama heygarðshornið, tala og mala, búa til nefndir til að geta talað og malað meira en sitja svo með hendur í skauti og dreymir dagdrauma til að stytta daginn og vona að þetta líði bara hjá eins og alltaf áður.  Þetta er eins rétt hjá Seðlabankanum eins og þeim erlendu sérfræðingum sem gagnrýndu bankakerfið fyrir hrun. Enn og aftur er ríkisstjórnin getulaus." - þessi auma ríkisstjórn er vita GAGNLAUS fyir land & þjóð....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.6.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband