Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þráinn ekki í BH?

Ég verð nú að viðurkenna að það kom mér spánskt fyrir sjónir þegar ég heyrði fréttir eftir landsfund að Þránni kæmi ekki við það sem þar færi fram.
Ég taldi alltaf að hann hefði sagt sig úr þinghóp BH vegna aðkomu annarra þingmanna en ekki BH. Kannski missti ég af einhverju þar en ég held að Þráinn sé ennþá skráður í BH og er þar af leiðandi ennþá okkar þingmaður ólíkt öðrum þingmönnum sem kosnir voru á þing fyrir BH og hafa nú yfirgefið BH og væntanlega sagt sig úr BH.

Þráinn er vissulega umdeildur en það eru líka margir sem eru mjög ánægðir með hann og hann er sá eini af þingmönnum BH sem ennþá hefur staðið við stefnuskrá BH við atkvæðagreiðslu mála. Geri aðrir betur!


mbl.is Vilja Þráin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfing eða Flokksmaskína

Þetta vekur auðvitað upp spurningar.
Hvernig verður stjórnin í þessari "Hreyfingu" skipuð? Verður hún skipuð þingmönnunum sem ætla sér þá að miðstýra þessu apparati sem sagt flokksmaskína?

eða

Verður stjórnin skipuð almennum félagsmönnum sem gætu þá þess vegna farið sömu leið með "Hreyfinguna" eins og BH gerði á síðasta landsfundi þar sem fólkið hafði síðasta orðið.

Til hvers er þá farið af stað með svona pælingar. Eru þingmenn að vinna fyrir fólkið í landinu eða er gamla valdabröltið komið með vængi?

Ég styð alla í því að vinna fyrir fólkið í landinu en ég hafna flokksmaskínu vinnubrögðum. Fólkið á að fá að hafa síðasta orðið. Vonandi verður það þannig með "Hreyfinguna" en einnig alla þá sem starfa á þingi þótt ég óttist að valdastólavírusinn sé skæður og hafi undir flesta þá sem stíga fæti inn fyrir dyr Alþingis.


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað viljum við?

Þetta er gaman að sjá og fær mann til að sleikja út um.

Því miður virðast peningarnir stjórna öllu og því gæti það vel orðið að við sjáum svona framleiðslu ekki mikið lengur með ginið á ES yfir öllu. Kraftleysi Íslendinga til að hafa áhrif á það sem fyrir þá kemur eða hvað þeir setja ofan í sig gerir þá sjálfa að sláturdýrum á altari græðginnar.

Er það virkilega það sem við viljum Íslendingar? Ef ekki þá þarf að berjast fyrir því sem þið viljið, hafa skoðanir á því og láta þær skoðanir í ljós en ekki líða græðgisvæðingunni að gleypa allt líf og byrla okkur ómeti og gera ekki neitt í því.

Er ekki komin tími til að við stöndum með okkur sjálfum, njótum þeirra gjafa sem guð gaf okkur og seljum ekki sálina í okkur fyrir pappírs peninga?


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En . . ef ekki?

Hvað ef málin fara ekki á fulla ferð hjá AGS, hvort sem það er nú gott eða vont?
Þá eru þeir þingmenn sem samþykktu Icesave í djúpum skít og þurfa að svara fyrir vonda samþykkt á þingi.

Svo er spurning hvað fer á fulla ferð?
Er það lánalestin sem fer á fulla ferð, og er það gott?
Því að það er ekkert annað sem truflar gagnvart útlöndum. Við erum að selja afurðir á fullu erlendis og væntanlega að greiða þá niður þessar skuldir að einhverju leiti eða hvað?

HÖFUM VIÐ EFNI Á MEIRI LÁNUM?


mbl.is Mál fari á fulla ferð hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynimakk Íslensks veruleika

Það er auðvitað dapurlegt hvernig þetta mál allt saman hefur þróast og hvernig stór hluti þingmanna lét kúga sig til að samþykkja svona ósóma.

Þetta mál hefur auðvitað allt verið hulið leynimakki allt frá upphafi og ráðamenn þjóðarinnar virðast vera með þumalskrúfu á öllum puttum og tánum líka án þess þó að geta gefið þjóðinni upplýsingar um það hvað liggur að baki, saman ber 180 gráðu viðsnúning Steingríms J.

Og eina ferðina enn snýst hann í kring um sjálfan sig með því að vera mjög sáttur við fyrirvarana en það er ekki langt síðan að hann sór og sárt við lagði að það væri engin önnur leið út úr þessu en að samþykkja þetta óséð, maðurinn sem vildi ekki sjá AGS.

Á hvaða vegferð ert þú núna Steingrímur þegar þú hefur gersamlega gleymt því sem þú stóðst fyrir, því sem fólkið kaus þig út á? Með samfylkinguna gerspilta þá er spurningin uppi um það hvort þú sem höfuð VG ert búin að tapa sýn á raunveruleika fólksinns líka, sem þú hefur státað af að vera svo vel tengdur við? Ertu búin að finna leiðina að leynimakki íslensks veruleika og orðin drukkinn af, eins og virðist vera akkilesarhæll flestra ætla sér að vinna fyrir fólkið í landinu?

Óhugnanlegt hvernig lundin manna er veik fyrir leynimakki. Kannski finnst fólki það vera orðið Guði líkt og yfir aðra hafið þegar það getur vélað um hagi annarra?

Það er alveg ljóst að það verður að breyta forminu á stjórn landsins til að þessir hlutir verði í betra horfi hvernig sem við förum að því.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mergurinn málsins

Nú loksins virðast alþingismenn vera farnir að átta sig á alvarleika málsins og eru komnir í þann gír að geta hugsað sér að vinna fyrir þjóðina með því að krefjast þess að fá að sjá samningana. Það er vissulega betra en við var að búast og komin tími til að mönnum vaxi bein í nefi.

Víst er þetta samkomulag búið að vera leynd hulið Indriði H. Þorláksson og líka eignasafnið sem menn þurftu að selja sálu sína fyrir að fá að sjá. Það hafa verið stanslausar fréttir um að aðeins örfáir menn í landinu hafi fengið hann augum litið og eignasöfnin eru hulin svo mikilli leynd að ekki einu sinni samningamennirnir fengu að sjá þau. Um hvað voru þeir þá að semja, ég bara spyr. Minnir mig á orð biblíunnar um að þeir sem ekki hafi merki dýrsins á enni(hugarfar)  eða hægri hendi(gerðir) muni verða deyddir(fjárhagslega?) líklega bábiljur eða hvað? Við skulum hafa það alveg á hreinu að þessar stórþjóðir sem við erum að eiga við svo og Evrópu sambandið eru engin lömb að leika sér við.

Það verður að gera fulla kröfu til alþingismanna og ríkistjórnar að standa í fæturna í þessu mál og landsmenn góðir, við hin Íslenska þjóð verðum að sjá til þess að ríkisstjórnin geri það. HÉR MÁ EKKERT GEFA EFTIR.

Þingmenn, það er á ykkar samvisku að blóðga íslenska þjóð illa og hugsanlega til langrar framtíðar ef þið farið óvarlega í þessu máli. Hvernig samning mynduð þið gera fyrir ykkar eigin heimili? Samningar fyrir íslenska þjóð mega ekki vera verri! Ef það er einhver heiður eftir hjá ykkur þá gefið þið allt til að gera ekki landi og þjóð svívirðu í þessu máli.


mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlaðir stjórnmálamenn

Eru menn gersamlega gengnir af göflunum?

Hvað halda alþingismenn að þeir séu að gera fyrir land og þjóð? Þeir trúa því greinilega sjálfir að þetta sé bara fínt mál fyrir þjóðina að greiða þessar léttgreiðslur á komandi árum.

Það þarf að koma þessum brjálæðingum út úr stjórnarráðinu. Samkvæmt mínum heimildum átti að skrifa undir þetta í kyrrþey í gær og til hvers, til þess að kaupa aðild og jafnvel flýtimeðferð að ES.

HVAÐ EF ÞJÓÐIN SAMÞYKKIR EKKI ES?

Ef það verður skrifað undir þessa samninga þá verður það gert með blóði þessarar þjóðar sem er ekkert annað en landráð.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysi Ríksistjórnar

Skilaboðin frá Seðlabankanum eru skýr.

Það er ekki tilefni til að gera betur vegna þess að ríkisstjórnin er ekkert farin að gera af viti og af hverju er það? Ríkistjórnin er veruleika firrt, þau hreinlega átta sig ekkert á því vandamáli sem við búum við og er í uppsiglingu á komandi mánuðum við núverandi aðgerðaleysi.

Stjórnmálamenn eru semsagt enn við sama heygarðshornið, tala og mala, búa til nefndir til að geta talað og malað meira en sitja svo með hendur í skauti og dreymir dagdrauma til að stytta daginn og vona að þetta líði bara hjá eins og alltaf áður.

Þetta er eins rétt hjá Seðlabankanum eins og þeim erlendu sérfræðingum sem gagnrýndu bankakerfið fyrir hrun. Enn og aftur er ríkisstjórnin getulaus.

Það er löngu komin tími til að koma mótmælunum á austurvelli aftur af stað. Við þurfum byltingu.


mbl.is Slaknað á peningalegu aðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur alveg á óvart?

Það er merkilegt ef að æðstu stjórnendur lands og þjóðar og þar að auki fólk sem hefur verið í framlínu landsmála um áratugaskeið er svona einfalt eins og það lítur út fyrir að vera.

Jóhanna kemur bara alveg af fjöllum þegar það kemur í ljós núna bara á síðustu dögum að vandinn er verulega meiri en búist var við. Þessu brá fyrir þegar rætt var við samtök fólksins í landinu og farið að skoða fjármál ríkis og sveitarfélaga eða hvað?

Hvar hefur Jóhanna og félagar verið undanfarna 8 mánuði? Getur viti borin manneskja sem er Forsætisráðherra landsinns látið þetta út úr sér án þess að þurfa að útskýra hvað viðkomandi hefur verið að gera undanfarið til þess að komast að þessari niðurstöðu núna? Það var öllum öðrum ljóst hvernig staðan var fyrir 6 mánuðum! Núna á að vera tími aðgerða en ekki svona merkilegra hávísindalegra uppgötvana 6 mánuðum síðar.

Er ekki komin tími til að aðstandendur ríkisstjórnarinnar og þeir stjórnmálamenn sem lofuðu að taka á málunum í síðustu kosningum fari nú að skríða niður úr fílabeins turnunum sínum og taki puttana úr eyrunum á sér og fari að gera eitthvað í þessu grafalvarlega máli eða segi einfaldlega af sér ef þeir treysta sér ekki til annars.

mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við

 

 


Henda atkvæði með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Einhverntíma hefði þessi spurning þótt skrítin, sérstaklega í því samhengi að þetta er notað fjálglega um smærri framboð.

Það er hinns vegar mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara í stjórn. Því kann það að vera besti kostur fyrir sjálfstæðismenn að velja nýtt framboð til að nýta atkvæðið.

Ég kýs Borgarahreyfinguna xO sem kann að eiga möguleika á samstarfi með VG og Samf ef þeir ná ekki hreinum eða tæpum hreinum meirihluta og hafa kjark til að velja fólkið í landinu með sér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband