Kemur alveg á óvart?

Það er merkilegt ef að æðstu stjórnendur lands og þjóðar og þar að auki fólk sem hefur verið í framlínu landsmála um áratugaskeið er svona einfalt eins og það lítur út fyrir að vera.

Jóhanna kemur bara alveg af fjöllum þegar það kemur í ljós núna bara á síðustu dögum að vandinn er verulega meiri en búist var við. Þessu brá fyrir þegar rætt var við samtök fólksins í landinu og farið að skoða fjármál ríkis og sveitarfélaga eða hvað?

Hvar hefur Jóhanna og félagar verið undanfarna 8 mánuði? Getur viti borin manneskja sem er Forsætisráðherra landsinns látið þetta út úr sér án þess að þurfa að útskýra hvað viðkomandi hefur verið að gera undanfarið til þess að komast að þessari niðurstöðu núna? Það var öllum öðrum ljóst hvernig staðan var fyrir 6 mánuðum! Núna á að vera tími aðgerða en ekki svona merkilegra hávísindalegra uppgötvana 6 mánuðum síðar.

Er ekki komin tími til að aðstandendur ríkisstjórnarinnar og þeir stjórnmálamenn sem lofuðu að taka á málunum í síðustu kosningum fari nú að skríða niður úr fílabeins turnunum sínum og taki puttana úr eyrunum á sér og fari að gera eitthvað í þessu grafalvarlega máli eða segi einfaldlega af sér ef þeir treysta sér ekki til annars.

mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband